Kannski ekki bara Messi að þakka að Argentínumenn komust inn á HM | Fimm Ekvadorar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:30 Lionel Messi í miðjum fagnaðarlátunum eftir að HM sætið var tryggt. Vísir/Getty Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira