Kannski ekki bara Messi að þakka að Argentínumenn komust inn á HM | Fimm Ekvadorar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:30 Lionel Messi í miðjum fagnaðarlátunum eftir að HM sætið var tryggt. Vísir/Getty Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira