Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum? Helga Árnadóttir skrifar 14. október 2017 12:06 Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun