Segir sérreglur um mjólkurframleiðslu ekki ganga lengur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 18:42 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, voru meðal gestir Víglínunnar í dag. Vísir/Skjáskot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan. Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30