Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 13:30 Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði. Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira