Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2017 19:15 Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira