Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. Daphne Caruana Galizia hafði nýverið yfirgefið heimili hennar þegar bíll hennar sprakk í loft upp. Nýverið hafði Galizia sakað forsætisráðherra Möltu um spillingu.
Joseph Muscat, forsætisráðherra, fordæmdi þó morðið og sagði það beinast gegn málfrelsi í landinu. Hann sagðist ekki ætla að hvílast fyrr en þeir seku væru fundnir.
Galizia hélt úti og skrifaði á gífurlega vinsæla síðu. Guardian segir hana iðulega hafa fengið fleiri heimsóknir á síðu sína en sem samsvarar samanlögðum fjölda þeirra sem lesa dagblöð á Möltu. Þar segir einnig að skrif hennar hafi verið bæði embættismönnum og glæpamönnum til trafala.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á morðinu. Þá hefur Muscat kallað eftir aðstoð frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna og munu útsendarar stofnunarinnar vera á leið til Möltu.
Galizia mun hafa farið til lögreglunnar fyrir um tveimur vikum vegna morðhótana sem henni höfðu borist.
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu
Samúel Karl Ólason skrifar
