Eldra fólk í forgang Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 17. október 2017 13:30 Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruð eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni- og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma bíður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 200-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki. Höfundur er öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruð eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni- og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma bíður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 200-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki. Höfundur er öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun