Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson skrifar 18. október 2017 07:00 Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun