Fjármálaeftirlitið framfylgir ákvæðum laga um kaupauka Unnur Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar