Konur og fjármál Dóra Sif Tynes skrifar 18. október 2017 10:30 Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun