Viljum við kjósa svona samfélag? Ellen Calmon skrifar 18. október 2017 16:45 Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun