Þórir ákvað að fara í Nebraska háskólann og verður hluti af Cornhuskers liðinu á þessu tímabili.
Þórir spenntur fyrir tímabilinu og Nebraska skólinn spenntur fyrir honum enda var tekið viðtal við okkar mann fyrir Twitter-síðu skólans.
Þar má sjá til Þóris á æfingu liðsins en hann mun spila númer 34 í vetur.
Þórir eða „Tóti túrbó“ eins og menn kalla hann oft hér heima er þegar kominn með hreiminn á hreinu þrátt fyrir stutta veru úti í Lincoln. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Þóri.
"This season is going to be very exciting. We're on the grind now."
@Totiturbo
pic.twitter.com/3fD677ctXb
— Nebraska Basketball (@HuskerHoops) October 18, 2017
Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá Þóri í vetur en lið hans spilar í hinni virtu deild Big Ten Conference þar sem Ísland hefur ekki átt fulltrúa síðan að Haukur Helgi Pálsson spilaði á sínum tíma í einn vetur með Maryland háskólaliðinu.