Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Finnur Beck skrifar 19. október 2017 14:00 Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Finnur Beck Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun