Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira