Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira