Það er komið nóg Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar