Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. vísir/afp Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00