Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. vísir/afp Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent