Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2017 14:00 Rúnar Kristinsson og Kristinn Kjærnested formaður. Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. KR-ingar eru þar með að endurheimta einn sinn allra farsælasta þjálfara en Rúnar fær það stóra verkefni að koma KR-ingum út úr þeirri niðursveiflu sem þeir hafa verið í undanfarin ár. Rúnar gerði þriggja ára samning við KR. Rúnar tekur við starfi Willums Þórs Þórssonar sem hefur stýrt Vesturbæjarliðinu í eitt og hálft ár. Willum Þór hætti þjálfun liðsins á dögunum þar sem hann ætlaði að einbeita sér að störfum fyrir Framsóknarflokkinn en framundan eru kosningar seinna í þessum mánuði. Rúnar hefur þjálfaði norska félagið Lilleström og belgíska félagið Lokeren síðan að hann hætti með KR-liðið eftir 2014 tímabilið. Hann var látinn fara á báðum stöðum og er nú kominn aftur heim til Íslands þar sem hann gerði frábæra hluti með KR fyrir nokkrum árum. Rúnar var með KR-liðið frá 2010 til 2014 á þessum tíma vann liðið fimm titla, tvo Íslandsmeistaratitla (2011 og 2013) og þrjá bikarmeistaratitla (2011, 2012 og 2014). KR vann titil síðustu fjögur tímabilin sem Rúnar var með liðið. Rúnar var á sínum tíma leikmaður KR en hann lék 140 leiki með liðinu í efstu deild frá 1987 til 1994 og svo 2007. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland. KR endaði í fjórða sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og missti af Evrópukeppninni. Sumarið 2018 verður fyrsta sumarið frá 2008 þar sem KR-ingar eru ekki í Evrópukeppni.Rúnar Kristinsson semur til 3 ára við KR #allirsemeinnpic.twitter.com/1F5m14eqqw — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 3, 2017 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. KR-ingar eru þar með að endurheimta einn sinn allra farsælasta þjálfara en Rúnar fær það stóra verkefni að koma KR-ingum út úr þeirri niðursveiflu sem þeir hafa verið í undanfarin ár. Rúnar gerði þriggja ára samning við KR. Rúnar tekur við starfi Willums Þórs Þórssonar sem hefur stýrt Vesturbæjarliðinu í eitt og hálft ár. Willum Þór hætti þjálfun liðsins á dögunum þar sem hann ætlaði að einbeita sér að störfum fyrir Framsóknarflokkinn en framundan eru kosningar seinna í þessum mánuði. Rúnar hefur þjálfaði norska félagið Lilleström og belgíska félagið Lokeren síðan að hann hætti með KR-liðið eftir 2014 tímabilið. Hann var látinn fara á báðum stöðum og er nú kominn aftur heim til Íslands þar sem hann gerði frábæra hluti með KR fyrir nokkrum árum. Rúnar var með KR-liðið frá 2010 til 2014 á þessum tíma vann liðið fimm titla, tvo Íslandsmeistaratitla (2011 og 2013) og þrjá bikarmeistaratitla (2011, 2012 og 2014). KR vann titil síðustu fjögur tímabilin sem Rúnar var með liðið. Rúnar var á sínum tíma leikmaður KR en hann lék 140 leiki með liðinu í efstu deild frá 1987 til 1994 og svo 2007. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland. KR endaði í fjórða sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og missti af Evrópukeppninni. Sumarið 2018 verður fyrsta sumarið frá 2008 þar sem KR-ingar eru ekki í Evrópukeppni.Rúnar Kristinsson semur til 3 ára við KR #allirsemeinnpic.twitter.com/1F5m14eqqw — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 3, 2017
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira