Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2017 17:30 Rúnar ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00