Suðurkjördæmisskattur Sjálfstæðismanna Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 4. október 2017 11:17 Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar