Markviss sókn til áhrifaleysis Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun