Undirstaða velmegunar Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Ef við ætlum að fá betri heilbrigðisþjónustu á næstu árum, verður ný ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar að skilja, að heilbrigði er undirstaða velmegunar og hamingju. Spítalar og heilbrigðisstofnanir þurfa að geta byggt upp mikilvæga þjónustu, mannað allar stöður og nútímavætt tæknibúnað sinn. Meirihluti landsmanna vill frekar verja almannafé í opinbera þjónustu heldur en einkarekstur og það viljum við í Samfylkingunni líka. Það er hneyksli að til sé fólk hér á landi sem hefur ekki efni á því að fara til læknis eða sálfræðings, að börn og ungmenni geti ekki vegna hárrar gjaldtöku fengið hjálp við geðrænum vanda, að aldraðir og öryrkjar neiti sér um tannlækningar og að veikt fólk búi við óþarfa fjárhagsáhyggjur á þeirra erfiðustu stundum. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins undanfarin ár. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ráðherrar eiga ekki að geta einkavætt grunnstoðir samfélagsins án aðkomu Alþingis og því er nauðsynlegt að breyta lögum um Sjúkratryggingar Íslands. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna fráfarandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem vill leyfa einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega þegar hugmyndum um aukinn einkarekstur er veifað sem töfralausn. Einkarekstur getur aldrei komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Að horfið verði frá þeim niðurskurði sem birtist í fjárlagafrumvarpinu. Það er forgangsverkefni. Ákall almennings er um betri opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land. Við jafnaðarmenn ætlum að svara því kalli. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ef við ætlum að fá betri heilbrigðisþjónustu á næstu árum, verður ný ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar að skilja, að heilbrigði er undirstaða velmegunar og hamingju. Spítalar og heilbrigðisstofnanir þurfa að geta byggt upp mikilvæga þjónustu, mannað allar stöður og nútímavætt tæknibúnað sinn. Meirihluti landsmanna vill frekar verja almannafé í opinbera þjónustu heldur en einkarekstur og það viljum við í Samfylkingunni líka. Það er hneyksli að til sé fólk hér á landi sem hefur ekki efni á því að fara til læknis eða sálfræðings, að börn og ungmenni geti ekki vegna hárrar gjaldtöku fengið hjálp við geðrænum vanda, að aldraðir og öryrkjar neiti sér um tannlækningar og að veikt fólk búi við óþarfa fjárhagsáhyggjur á þeirra erfiðustu stundum. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins undanfarin ár. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ráðherrar eiga ekki að geta einkavætt grunnstoðir samfélagsins án aðkomu Alþingis og því er nauðsynlegt að breyta lögum um Sjúkratryggingar Íslands. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna fráfarandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem vill leyfa einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega þegar hugmyndum um aukinn einkarekstur er veifað sem töfralausn. Einkarekstur getur aldrei komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Að horfið verði frá þeim niðurskurði sem birtist í fjárlagafrumvarpinu. Það er forgangsverkefni. Ákall almennings er um betri opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land. Við jafnaðarmenn ætlum að svara því kalli. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun