Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 18:53 Burr (t.h.) með varaformanninum Mark Warner, þingmanni demókrata, þegar þeir kynntu framgang rannsóknarinnar í dag. Vísir/AFP Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03