Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:22 Mueller hefur sjálfur verið þögull sem gröfinn frá því að hann tók við rannsókninni eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI í vor. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27