Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump fór hörðum orðum um skýrsluna í gær. Vísir/Getty Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51
Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11