Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir skrifar 9. október 2017 06:00 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun