Harvey Weinstein rekinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2017 23:50 Harvey Weinstein hefur verið vikið úr starfi vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08