Skiptir öllu máli fyrir ungar konur að byggja upp sterkt tengslanet Steinunn Camilla Stones skrifar 20. september 2017 07:00 Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun