Skiptir öllu máli fyrir ungar konur að byggja upp sterkt tengslanet Steinunn Camilla Stones skrifar 20. september 2017 07:00 Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun