Ólympíuleikarnir í Suður Kóreu eftir aðeins fimm mánuði | Ekkert plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 12:30 Verðlaunapeningarnir í Pyeongchang á næsta ári. Vísir/Getty Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira