Frakkar hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 10:30 Frakkar hafa verið fjölmennir á vetrarólympíuleikum. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira