Frakkar hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 10:30 Frakkar hafa verið fjölmennir á vetrarólympíuleikum. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira