Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2017 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. Formennirnir virðast þó nokkuð samstíga varðandi frumvarp dómsmálaráðherra um afnám uppreistar æru í lögum fyrir kosningar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til eins af sínum síðustu fundum í Stjórnarráðshúsinu í dag, aðallega til að ræða EES gerðir sem nauðsynlegt var að afgreiða en auðvitað er ríkisstjórnin núna starfsstjórn. En dómsmálaráðherra kynnti einnig lítillega hugmyndir sínar um breytingar á lögum um uppreist æru og hvernig fólk geti aftur öðlast borgaraleg réttindi en þau mál voru síðan rædd á formannafundi í dag. Formennirnir fóru að tínast í alþingishúsiðhús rétt fyrir klukkan tvö til að ræða málin nánar við forseta Alþingis og freista þess að ná samkomulagi um þinglok og hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar og með hvaða hætti. Formennirnir funduðu í rúma eina og hálfa klukkustund en náðu ekki samkomulagi. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata virtist ekki vongóð um samkomulag að fundi loknum. „Fundi var frestað fram á mánudag. Þá kemur væntanlega í ljós hvort við náum endanlegu samkomulagi eða ekki,“ sagði Birgitta. Ef það tekst ekki gæti þing dregist á langinn þar sem baráttan um afgreiðslu mál yrði þá tekin í þingsal. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að samkomulag geti náðst um niðurstöðu varðandi uppreisn æru. En hann leggur líka áherslu á að þingið bregðist við í útlendingamálum sem taki á vanda flóttabarna á Íslandi þótt hann sé ekki fyllilega sáttur við þær hugmyndir sem eru á borðinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brink„En við náum hugsanlega lendingu um afgreiðslu sem tryggir alla vega þeim börnum sem eru hér á landi, þessum tveimur sem mikið hefur verið rætt um, og öðrum sem eru í svipaðri stöðu nauðsynlega vernd.“Þannig að þau verði ekki rekin úr landi?„Nei, það ætla ég svo sannarlega að vona ekki,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna nú verða rædda í þingflokki.Hvernig líst þér á hugmyndir sitjandi dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru og þau mál öll?„Það er meðal þess sem ég ætla að fara yfir í mínum þingflokki á eftir. Við vorum bara að fá það frumvarp í hendurnar núna. En þetta virðist við fyrstu sýn vera í takt við það sem allir flokkar hafa verið að ræða.“Hvað gengur frumvarpið langt?„Það liggur fyrir að það tekur á hluta málsins. En það liggur líka fyrir að það er heilmikið verk óunnið til að ljúka þeirri vinnu,“ segir Katrín og vísar til þess að breyta þarf fjölda laga varðandi það hvernig fólk myndi öðlast borgaraleg réttindi á ný að aflokinni afplánun refsivistar.En í frumvarpi dómsmálaráðherra er gert ráð fyrir að uppreist æru verði afnumin. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt sé að ljúka þingstörfum á skömmum tíma. „Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman í einn tvo daga og svo væri hægt að ganga til kosninga. En svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einhverjum einstaka málum. Það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er,“ segir Bjarni. En hann hefur lagt tillögur fyrir hina formennina um aðferð við að breyta stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. „Jú því var nú upphaflega ágætlega tekið. Þetta var eingöngu um verklag. Engin efnisatriði sem voru inni í þessum tillögum. En mér sýnist að það sé að fjara undan því öllu saman.“Þannig að það gerist kannski ekkert varðandi stjórnarskrána fyrir kosningar?„Það er einmitt eitt af því sem við erum að ræða. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekkert að vera að hrófla við henni fyrir kosningar,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. Formennirnir virðast þó nokkuð samstíga varðandi frumvarp dómsmálaráðherra um afnám uppreistar æru í lögum fyrir kosningar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til eins af sínum síðustu fundum í Stjórnarráðshúsinu í dag, aðallega til að ræða EES gerðir sem nauðsynlegt var að afgreiða en auðvitað er ríkisstjórnin núna starfsstjórn. En dómsmálaráðherra kynnti einnig lítillega hugmyndir sínar um breytingar á lögum um uppreist æru og hvernig fólk geti aftur öðlast borgaraleg réttindi en þau mál voru síðan rædd á formannafundi í dag. Formennirnir fóru að tínast í alþingishúsiðhús rétt fyrir klukkan tvö til að ræða málin nánar við forseta Alþingis og freista þess að ná samkomulagi um þinglok og hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar og með hvaða hætti. Formennirnir funduðu í rúma eina og hálfa klukkustund en náðu ekki samkomulagi. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata virtist ekki vongóð um samkomulag að fundi loknum. „Fundi var frestað fram á mánudag. Þá kemur væntanlega í ljós hvort við náum endanlegu samkomulagi eða ekki,“ sagði Birgitta. Ef það tekst ekki gæti þing dregist á langinn þar sem baráttan um afgreiðslu mál yrði þá tekin í þingsal. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að samkomulag geti náðst um niðurstöðu varðandi uppreisn æru. En hann leggur líka áherslu á að þingið bregðist við í útlendingamálum sem taki á vanda flóttabarna á Íslandi þótt hann sé ekki fyllilega sáttur við þær hugmyndir sem eru á borðinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brink„En við náum hugsanlega lendingu um afgreiðslu sem tryggir alla vega þeim börnum sem eru hér á landi, þessum tveimur sem mikið hefur verið rætt um, og öðrum sem eru í svipaðri stöðu nauðsynlega vernd.“Þannig að þau verði ekki rekin úr landi?„Nei, það ætla ég svo sannarlega að vona ekki,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna nú verða rædda í þingflokki.Hvernig líst þér á hugmyndir sitjandi dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru og þau mál öll?„Það er meðal þess sem ég ætla að fara yfir í mínum þingflokki á eftir. Við vorum bara að fá það frumvarp í hendurnar núna. En þetta virðist við fyrstu sýn vera í takt við það sem allir flokkar hafa verið að ræða.“Hvað gengur frumvarpið langt?„Það liggur fyrir að það tekur á hluta málsins. En það liggur líka fyrir að það er heilmikið verk óunnið til að ljúka þeirri vinnu,“ segir Katrín og vísar til þess að breyta þarf fjölda laga varðandi það hvernig fólk myndi öðlast borgaraleg réttindi á ný að aflokinni afplánun refsivistar.En í frumvarpi dómsmálaráðherra er gert ráð fyrir að uppreist æru verði afnumin. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt sé að ljúka þingstörfum á skömmum tíma. „Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman í einn tvo daga og svo væri hægt að ganga til kosninga. En svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einhverjum einstaka málum. Það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er,“ segir Bjarni. En hann hefur lagt tillögur fyrir hina formennina um aðferð við að breyta stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. „Jú því var nú upphaflega ágætlega tekið. Þetta var eingöngu um verklag. Engin efnisatriði sem voru inni í þessum tillögum. En mér sýnist að það sé að fjara undan því öllu saman.“Þannig að það gerist kannski ekkert varðandi stjórnarskrána fyrir kosningar?„Það er einmitt eitt af því sem við erum að ræða. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekkert að vera að hrófla við henni fyrir kosningar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira