Fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 07:30 Ágúst Birgisson línumaður FH í leik á móti Haukum. vísir/Eyþór Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira