Cavaliers, Spurs, Heat og Thunder eru öll að reyna að fá Dwyane Wade Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 12:30 Dwyane Wade. Vísir/Getty Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira