Lífið

Kórar Íslands: Sjáðu öll lögin úr fyrsta þætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn heppnaðist mjög vel.
Fyrsti þátturinn heppnaðist mjög vel.
Fyrsti þátturinn af Kórar Íslands var sýndur í kvöld á Stöð 2 í opinni dagskrá í gærkvöldi. Kórar Íslands er nýr og spennandi skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. 

Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Í þættinum í gær komu fram fjórir kórar og kepptu um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Kórarnir Gospelkór Jóns Vídalíns, Bartónar, Kalmanskórinn og Karlakór Vestmannaeyja stóðu sig allir mjög vel og hafði dómnefndin ekki mikið út á þá að setja. 

Karlakór Vestmanneyja vann símakosninguna en val dómnefndar var Gospelkór Jóns Vídalíns. Við munum því sjá þessa tvo kóra aftur í undanúrslitunum en hér að neðan má sjá flutninginn hjá öllum kórunum. 

Gospelkór Jóns Vídalíns tók lagið Wanna Be Happy en kórstjóri er Davíð Sigurgeirsson. 

Hér að neðan má sjá flutning kórsins en þau komust áfram í undanúrslitin.

Karlakór Vestmannaeyja tók lagið Úti í Eyjum með Stuðmönnum en kórstjórinn er Þórhallur Barðason. 

Hér að neðan má sjá flutninginn.

Kalmanskórinn tók lagið Lazy Daisy en kórstjóri er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Bartónar tóku lagið Brimlending en kórstjóri er Jón Svavar Jósefsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×