Kúrdar ganga óhræddir til kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 15:00 Meðlimir Peshmerga-sveitanna fagna því að hafa kosið. Vísir/Getty Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira