Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2017 12:41 Búist er við því að þingmenn verði lengi að í dag. Vísir/Ernir Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. Fimm flokkar af sjö á Alþingi náðu samkomulagi í gær um afgreiðslu mála á þinginu fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mun mæla fyrir frumvarpi um breytingar á útlendingalögum sem tryggja eiga rétt barna sem eru hælisleitendur til að vera áfram á Íslandi. Frumvarpið er hins vegar með takmarkaðan gildistíma og því þarf nýtt þing að taka málið fyrir þegar það kemur saman til að gera varanlegar breytingar á útlendingalögunum. Þá verður frumvarp um afnám ákvæða í lögum um uppreist æru afgreitt og mun Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mæla fyrir því. Frumvarpið tekur aftur á móti ekki á því hvernig þeir sem fengið hafa dóm og afplánað refsivist geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eins og tiltekin starfsréttindi en kveðið er á um þau mál í fjölmörgum lögum sem þyrfti að breyta á nýju þingi. Þessi tvö frumvörp þurfa að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefndum áður en þau verða að lögum. Þá verður Alþingi að afgreiða breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga hinn 28. október en um þær breytingar er ekki deilt á þinginu.Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirSamfylkingin og Píratar voru ekki aðilar að samkomulagi stjórnmálaflokkanna í gær að því leytinu að flokkarnir áskilja sér rétt til að koma ákvæði um breytingar á stjórnarskrá á dagskrá og til umræðu á þinginu í dag. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir svipað ákvæði hafa verið í gildi á síðasta kjörtímabili. „Þetta er ákvæði sem skiptir rosalega miklu máli varðandi að hreyfa stjórnarskrána áfram. Það gengur út á að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að leysa upp þingið og skjóta breytingunum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta.Þjóðin greiði atkvæði um stjórnarskrárbreytingar Að öðrum kosti er ekki hægt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að boða strax til kosninga eftir að Alþingi hefur samþykkt breytingar. Birgitta segir einnig nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni ef breytingar verði gerðar á lögum um uppreist æru og því sé mikilvægt út frá þeim sjónarhóli einnig að ákvæði sem þetta verði samþykkt. Píratar munu því leggja fram dagskrárbreytingu á þingfundi í dag með stuðningi Samfylkingarinnar til að þingmenn geti tekið afstöðu til þessa ákvæðis um stjórnarskrárbreytingar. Næði það fram að ganga yrðu breytingar á stjórnarskrá sendar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað þyrfti þá stór hluti þjóðarinnar samkvæmt ykkar tillögu að samþiggja breytingarnar?? „Við höfum út frá tillögum Feneyjanefndarinnar lagt til að að verði 25 prósent.” Þá 25 prósent kosningabærra manna eða þeirra sem taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Kosningabærra manna. Þetta er frekar hár þröskuldur. Það þyrftu 25 prósent kosningabærra manna að segja já. Þannig að ef einhverjir segja nei og ef þetta er umdeilt, þurfa 50 prósent kosningabærra manna að mæta að minnsta kosti,” segir Birgitta. Þá hefur velferðarnefnd Alþingis í morgun rætt frumvarp Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um notendastýrða, persónulega aðstoð fyrir mikið fatlaða eða NPA eins og málið hefur verið kallað. Óvíst er hvort málið komi í frumvarpsformi fyrir þingið í dag eða sem viljayfirlýsing frá nefndinni. Helst er tekist á um skiptingu kostnaðar af þessari þjónustu milli ríkis og sveitarfélaga. Reikna má með að þingfundir standi langt fram á kvöld eða jafnvel nótt. Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. Fimm flokkar af sjö á Alþingi náðu samkomulagi í gær um afgreiðslu mála á þinginu fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mun mæla fyrir frumvarpi um breytingar á útlendingalögum sem tryggja eiga rétt barna sem eru hælisleitendur til að vera áfram á Íslandi. Frumvarpið er hins vegar með takmarkaðan gildistíma og því þarf nýtt þing að taka málið fyrir þegar það kemur saman til að gera varanlegar breytingar á útlendingalögunum. Þá verður frumvarp um afnám ákvæða í lögum um uppreist æru afgreitt og mun Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mæla fyrir því. Frumvarpið tekur aftur á móti ekki á því hvernig þeir sem fengið hafa dóm og afplánað refsivist geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eins og tiltekin starfsréttindi en kveðið er á um þau mál í fjölmörgum lögum sem þyrfti að breyta á nýju þingi. Þessi tvö frumvörp þurfa að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefndum áður en þau verða að lögum. Þá verður Alþingi að afgreiða breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga hinn 28. október en um þær breytingar er ekki deilt á þinginu.Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirSamfylkingin og Píratar voru ekki aðilar að samkomulagi stjórnmálaflokkanna í gær að því leytinu að flokkarnir áskilja sér rétt til að koma ákvæði um breytingar á stjórnarskrá á dagskrá og til umræðu á þinginu í dag. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir svipað ákvæði hafa verið í gildi á síðasta kjörtímabili. „Þetta er ákvæði sem skiptir rosalega miklu máli varðandi að hreyfa stjórnarskrána áfram. Það gengur út á að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að leysa upp þingið og skjóta breytingunum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta.Þjóðin greiði atkvæði um stjórnarskrárbreytingar Að öðrum kosti er ekki hægt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að boða strax til kosninga eftir að Alþingi hefur samþykkt breytingar. Birgitta segir einnig nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni ef breytingar verði gerðar á lögum um uppreist æru og því sé mikilvægt út frá þeim sjónarhóli einnig að ákvæði sem þetta verði samþykkt. Píratar munu því leggja fram dagskrárbreytingu á þingfundi í dag með stuðningi Samfylkingarinnar til að þingmenn geti tekið afstöðu til þessa ákvæðis um stjórnarskrárbreytingar. Næði það fram að ganga yrðu breytingar á stjórnarskrá sendar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað þyrfti þá stór hluti þjóðarinnar samkvæmt ykkar tillögu að samþiggja breytingarnar?? „Við höfum út frá tillögum Feneyjanefndarinnar lagt til að að verði 25 prósent.” Þá 25 prósent kosningabærra manna eða þeirra sem taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Kosningabærra manna. Þetta er frekar hár þröskuldur. Það þyrftu 25 prósent kosningabærra manna að segja já. Þannig að ef einhverjir segja nei og ef þetta er umdeilt, þurfa 50 prósent kosningabærra manna að mæta að minnsta kosti,” segir Birgitta. Þá hefur velferðarnefnd Alþingis í morgun rætt frumvarp Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um notendastýrða, persónulega aðstoð fyrir mikið fatlaða eða NPA eins og málið hefur verið kallað. Óvíst er hvort málið komi í frumvarpsformi fyrir þingið í dag eða sem viljayfirlýsing frá nefndinni. Helst er tekist á um skiptingu kostnaðar af þessari þjónustu milli ríkis og sveitarfélaga. Reikna má með að þingfundir standi langt fram á kvöld eða jafnvel nótt.
Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45
„Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01