Steve Pappas segir Costco elska Ísland: „Hvað er ekki að seljast vel?“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 13:33 Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, fara yfir málin á fjármálaþingi bankans í dag. Vísir „Costco elskar Ísland,” sagði Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, á fjármálaþingi Íslandsbanka, þar sem breytingar á smásölumarkaði á Íslandi voru til umræðu. Pappas lék á alls oddi þegar hann sat fyrir svörum Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, og var meðal annars spurður hvað seldist vel og hvað illa í Costco. „Hvað er ekki að seljast vel?,” svaraði Pappas sposkur og nefndi að jarðarberin rykju út úr versluninni og flest allt í ferskvöru deildinni stæði ekki lengi i hillunum. Costco hefði fengið veður af því að Íslendingar væru sólgnir í sushi og því voru fengnir sérfræðingar frá Japan til að kenna íslenskum starfsmönnum að gera sushi, en með íslensku yfirbragði. Það sem hefur ekki selst vel að sögn Pappas er morgunkornið Weetabix, sem er ekki þekkt á Íslandi, en hann sagði Cheerios seljast ágætlega. „Fyrir þá sem ekki þekkja bragðast Weetabix eins og pappi en er hollt fyrir mann,” sagði Pappas.Íslendingar virðast ekki sólgnir í Weetabix að sögn Pappas.Voru efins í fyrstu Hann sagði Costco hafa verið efins um að koma til Íslands. Markaðurinn hefði verið of lítill því Costco-keðjan horfi ekki til borga sem eru með íbúafjölda undir milljón manns. Eftir að hafa skoðað markaðinn og líkað það sem þeir sáu, með svæði sem væri hægt að nýta betur og með meðvitaða neytendur, sáu þeir ýmis tækifæri til að spara neytendum í innkaupum. Þegar verslunin var fyrst opnuð voru viðbröðin mikil og örtröð að einhverju leyti. Pappas sagði þá hjá Costco hafa beðið eftir því að ásóknin í verslunina myndi ná jafnvægi, en svo var ekki. Þeir fengu 65 manneskjur frá Bretlandi til að hjálpa til við þjálfun og aðstoð í versluninni. Í dag starfa 416 starfsmenn hjá Costco en aðeins þrettán þeirra eru frá öðrum erlendum verslunum Costco.Miklir möguleikar fyrir íslenska framleiðendur á útflutningi í gegnum Costco Björn Berg spurði hvort íslenskir framleiðendur gætu nýtt Costco til að flytja vörur sínar út og svaraði Pappas því játandi. Nú þegar selur Costco íslenskt vatn í Bretlandi og sagði hann gæðin á vatninu mikil. „Við erum að þróa þetta og við viljum opna 740 verslanir Costco fyrir íslenskum birgjum,” sagði Pappas. Hann sagði svæðisstjóra Costco í Japan hafa hitt lambakjötsframleiðendur á Íslandi og sé eftirspurn í Japan eftir gæða lambakjöti frá Íslandi.Íslendingar fjölmenntu í Costco fyrstu dagana og vikurnar eftir að vöruhúsið var opnað.Vísir/ErnirGæði nautakjötsins standast ekki Pappas sagði íslenska framleiðendur bjóða upp á mikil gæði þegar kemur að svína- og kjúklingakjöti og fiski en nautakjötið eigi eitthvað í land. „Það er eitthvað sem við þurfum að vinna með bændum varðandi gæðin." Hann var spurður hvort Costco átti sig á samfélagslegri ábyrgð, verandi verslunarrisi sem kemur inn á jafn lítinn markað og Ísland er. Hann svaraði því að Costco átti sig alltaf á áhrifum sínum á hvern markað. Samkeppni sé heilbrigð og Costco bjóði upp á matvöru frá smáum birgjum. Verslunin sé einnig stór birgir fyrir hótel og lítil fyrirtæki.Hafa fjárfest fyrir 70 milljónir dollara á Íslandi Fyrirtækið hafi fjárfest fyrir 70 milljónir dollara hér á landi, um sjö og hálfan milljarð íslenskra króna, skapað mörg afleidd störf með því að sækja þjónustu í nærumhverfið og bjóði rúmlega 400 einstaklingum upp á vel borguð og góð störf. „Við hegðum okkur vel, við virðum birgjana og hugsum um starfsmennina,” sagði Pappas og tók fram að Costco gæfi eitt prósent af sínum ágóða til góðgerðarmála á þeim svæðum sem verslanir risans eru á.Pappas telur litlar líkur á því að Costco opni útibú á Akureyri.Vísir/PjeturPappas sagði Costco að jafnaði aðeins bjóða upp á 3.000 vöruflokka í sínum verslunum og því tækifæri fyrir aðra að vera með meira úrval. Costco taki því ekki mikið frá einum heldur lítið frá öllum. Hann neitaði því að Costco seldi vörur undir kostnaðarverði. Í einhverjum tilvikum hafi Costco svarað miklum verðlækkunum hjá samkeppnisaðilum en meginregla verslunarinnar sé að gera það ekki. Pappas fór yfir áhrif netverslunar á Costco og sagði þeirra reynsla væri sú að fólk vildi helst kaupa á netinu vöru sem er of stór til að passa í bílana þeirra. Amazon sé að reyna að auka hlut sinn í ferskvöru á netinu en Pappas sagði það mikla áskorun að reyna að auka hlut hennar. Þeirra leið í dag sé að vera í samstarfi við þriðja aðila sem sjái um innkaupin í Costco og komi vörunni til neytandans.Costco ekki á leið til Akureyrar Að lokum var hann spurður hvort Costco myndi opna verslun á Akureyri. Hann sagði markaðinn á Akureyri mjög lítinn en tók fram að hann hefði aldrei komið þangað og væri kannski snöggur að dæma, en eins og staðan sé í dag væru líkurnar afar litlar. Hann sagði Costco hins vegar skoða leiðir til að koma vörum frekar til Akureyrar í gegnum netið og að koma Costco til Garðabæjar þýddi allavega að nú standi til boða betri leið til að nálgast Lego-leikföng hér á landi á viðráðanlegu verði í stað þess að kaupa flugfar til Englands og kaupa þau þar. Costco Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Costco elskar Ísland,” sagði Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, á fjármálaþingi Íslandsbanka, þar sem breytingar á smásölumarkaði á Íslandi voru til umræðu. Pappas lék á alls oddi þegar hann sat fyrir svörum Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, og var meðal annars spurður hvað seldist vel og hvað illa í Costco. „Hvað er ekki að seljast vel?,” svaraði Pappas sposkur og nefndi að jarðarberin rykju út úr versluninni og flest allt í ferskvöru deildinni stæði ekki lengi i hillunum. Costco hefði fengið veður af því að Íslendingar væru sólgnir í sushi og því voru fengnir sérfræðingar frá Japan til að kenna íslenskum starfsmönnum að gera sushi, en með íslensku yfirbragði. Það sem hefur ekki selst vel að sögn Pappas er morgunkornið Weetabix, sem er ekki þekkt á Íslandi, en hann sagði Cheerios seljast ágætlega. „Fyrir þá sem ekki þekkja bragðast Weetabix eins og pappi en er hollt fyrir mann,” sagði Pappas.Íslendingar virðast ekki sólgnir í Weetabix að sögn Pappas.Voru efins í fyrstu Hann sagði Costco hafa verið efins um að koma til Íslands. Markaðurinn hefði verið of lítill því Costco-keðjan horfi ekki til borga sem eru með íbúafjölda undir milljón manns. Eftir að hafa skoðað markaðinn og líkað það sem þeir sáu, með svæði sem væri hægt að nýta betur og með meðvitaða neytendur, sáu þeir ýmis tækifæri til að spara neytendum í innkaupum. Þegar verslunin var fyrst opnuð voru viðbröðin mikil og örtröð að einhverju leyti. Pappas sagði þá hjá Costco hafa beðið eftir því að ásóknin í verslunina myndi ná jafnvægi, en svo var ekki. Þeir fengu 65 manneskjur frá Bretlandi til að hjálpa til við þjálfun og aðstoð í versluninni. Í dag starfa 416 starfsmenn hjá Costco en aðeins þrettán þeirra eru frá öðrum erlendum verslunum Costco.Miklir möguleikar fyrir íslenska framleiðendur á útflutningi í gegnum Costco Björn Berg spurði hvort íslenskir framleiðendur gætu nýtt Costco til að flytja vörur sínar út og svaraði Pappas því játandi. Nú þegar selur Costco íslenskt vatn í Bretlandi og sagði hann gæðin á vatninu mikil. „Við erum að þróa þetta og við viljum opna 740 verslanir Costco fyrir íslenskum birgjum,” sagði Pappas. Hann sagði svæðisstjóra Costco í Japan hafa hitt lambakjötsframleiðendur á Íslandi og sé eftirspurn í Japan eftir gæða lambakjöti frá Íslandi.Íslendingar fjölmenntu í Costco fyrstu dagana og vikurnar eftir að vöruhúsið var opnað.Vísir/ErnirGæði nautakjötsins standast ekki Pappas sagði íslenska framleiðendur bjóða upp á mikil gæði þegar kemur að svína- og kjúklingakjöti og fiski en nautakjötið eigi eitthvað í land. „Það er eitthvað sem við þurfum að vinna með bændum varðandi gæðin." Hann var spurður hvort Costco átti sig á samfélagslegri ábyrgð, verandi verslunarrisi sem kemur inn á jafn lítinn markað og Ísland er. Hann svaraði því að Costco átti sig alltaf á áhrifum sínum á hvern markað. Samkeppni sé heilbrigð og Costco bjóði upp á matvöru frá smáum birgjum. Verslunin sé einnig stór birgir fyrir hótel og lítil fyrirtæki.Hafa fjárfest fyrir 70 milljónir dollara á Íslandi Fyrirtækið hafi fjárfest fyrir 70 milljónir dollara hér á landi, um sjö og hálfan milljarð íslenskra króna, skapað mörg afleidd störf með því að sækja þjónustu í nærumhverfið og bjóði rúmlega 400 einstaklingum upp á vel borguð og góð störf. „Við hegðum okkur vel, við virðum birgjana og hugsum um starfsmennina,” sagði Pappas og tók fram að Costco gæfi eitt prósent af sínum ágóða til góðgerðarmála á þeim svæðum sem verslanir risans eru á.Pappas telur litlar líkur á því að Costco opni útibú á Akureyri.Vísir/PjeturPappas sagði Costco að jafnaði aðeins bjóða upp á 3.000 vöruflokka í sínum verslunum og því tækifæri fyrir aðra að vera með meira úrval. Costco taki því ekki mikið frá einum heldur lítið frá öllum. Hann neitaði því að Costco seldi vörur undir kostnaðarverði. Í einhverjum tilvikum hafi Costco svarað miklum verðlækkunum hjá samkeppnisaðilum en meginregla verslunarinnar sé að gera það ekki. Pappas fór yfir áhrif netverslunar á Costco og sagði þeirra reynsla væri sú að fólk vildi helst kaupa á netinu vöru sem er of stór til að passa í bílana þeirra. Amazon sé að reyna að auka hlut sinn í ferskvöru á netinu en Pappas sagði það mikla áskorun að reyna að auka hlut hennar. Þeirra leið í dag sé að vera í samstarfi við þriðja aðila sem sjái um innkaupin í Costco og komi vörunni til neytandans.Costco ekki á leið til Akureyrar Að lokum var hann spurður hvort Costco myndi opna verslun á Akureyri. Hann sagði markaðinn á Akureyri mjög lítinn en tók fram að hann hefði aldrei komið þangað og væri kannski snöggur að dæma, en eins og staðan sé í dag væru líkurnar afar litlar. Hann sagði Costco hins vegar skoða leiðir til að koma vörum frekar til Akureyrar í gegnum netið og að koma Costco til Garðabæjar þýddi allavega að nú standi til boða betri leið til að nálgast Lego-leikföng hér á landi á viðráðanlegu verði í stað þess að kaupa flugfar til Englands og kaupa þau þar.
Costco Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira