Hart tekist á við upphaf þingfundar: „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 14:45 Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Tillaga Pírata um að breytingar yrðu gerðar á dagskrá þingfundar í dag svo taka mætti fyrir frumvarp þeirra til stjórnarskipunarlaga er varðar breytingu á stjórnarskránni var felld við upphaf þingfundar í dag. Ansi hart var tekist á um tillöguna á Alþingi og létu nokkrir þingmenn þung orð falla. Einu flokkarnir sem studdu tillöguna voru Píratar og Samfylkingin. 41 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni, 13 greiddu atkvæði með henni og fimm þingmenn greiddu ekki atkvæði. Í frumvarpinu fellst að gerð verði sú breyting á stjórnarskránni að „þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi,“ eins og segir í frumvarpinu.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/daníel ágústssonSagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu Á meðal þeirra sem tók til máls var Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu. „Það sem þetta snýst um er að Sjálfstæðisflokkurinn fær hér fullnaðarsigur. Þeir neita að hleypa málinu í atkvæðagreiðslu þannig að við getum séð hver hinn raunverulegi vilji Alþingis er. Þeir eru tilbúnir aftur á móti til þess að hleypa hér í gegn bráðabirgðaákvæði til þess að börnin verði ekki send úr landi. Þeir eru samt á móti því máli en þeir voru tilbúnir til að hleypa því á dagskrá. Þeir eru aftur á móti líka tilbúnir ef að þetta mál fer hér til afgreiðslu að halda þinginu í gíslingu og hóta því að það mál verði ekki afgreitt ef þetta mál fer á dagskrá. Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og hræsni og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var líka ansi harðorður í ræðu sinni. Hann sagði að stjórnmálamenn mættu ekki halda breytingum á stjórnarskrá í gíslingu, ekki síst í ljósi þess að almenningur samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. „Ég neita að trúa því að menn mundu nota börn sem skiptimynt í deilum um þingstörf og þess vegna styð ég þessa dagskrártillögu. Það má ekki gerast að við hendum þessu máli inn í framtíðina.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/eyþórHvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og standa með þjóðinni. „Því ekki við þá hverjir? Því ef ekki núna þá hvenær?“ Forsætisráðherra tók til máls og minnti á að dagskrá þingfundarins væri niðurstaða samkomulags flokkanna komu sér saman um í gær. „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til þess að nota stöðu fólks í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í neinni stöðu til þess að ráða för í þinginu. Flokkurinn myndi styðja þá dagskrá sem var niðurstaðan úr viðræðum flokkanna. „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga sem hefði í raun og veru ekki verið góður upptaktur fyrir marga þingfundi hér á Alþingi næstu daga.“Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði umræðuna á þingi um tillögu til dagskrárbreytinga sýna hvaða flokkar væru framfaraflokkar og hvaða flokkar væru í fortíðinni.Bað þingmenn Pírata um að hætta að setja sig á háan hest Við atkvæðagreiðslu um málið tók Smári McCarthy, þingmaður Pírata, til máls. Hann sagðist að sjálfsögðu styðja breytingu um dagskrártillögu en sagði jafnframt að sér þætti afhjúpandi að nýr meirihluti hefði myndast á Alþingi varðandi þetta mál sem virtist standa gegn breytingum og gegn framtíðinni. „Þetta kemur mér svo sannarlega á óvart. Ég verð bara fyrir miklum vonbrigðum. En svona er þetta. Við erum núna allavega búin að sjá það hvar skilin liggja á milli framfaraflokka og fortíðarinnar,“ sagði Smári. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tók einnig til máls við atkvæðagreiðsluna og svaraði Smára fullum hálsi. Andrés studdi ekki tillöguna. Sagði hann atkvæðaskýringarnar sem komið hefðu fram, og þá sérstaklega frá þingmönnum Pírata, sýna að borin von væri að ræða þetta ef einhverri yfirvegun. „Hér erum við örugglega meirihluti þingmanna stuðningsmenn þess að fá nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Ég bið virðulega þingmenn Pírata að hætta að setja sig á háan hest og muna að við erum hér saman í þessu verkefni. Það hvort við náum inn breytingarákvæði núna eða ekki skiptir ekki máli ef við treystum þjóðinni til að kjósa okkur hér 28. október,“ sagði Andrés. Alþingi Tengdar fréttir Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tillaga Pírata um að breytingar yrðu gerðar á dagskrá þingfundar í dag svo taka mætti fyrir frumvarp þeirra til stjórnarskipunarlaga er varðar breytingu á stjórnarskránni var felld við upphaf þingfundar í dag. Ansi hart var tekist á um tillöguna á Alþingi og létu nokkrir þingmenn þung orð falla. Einu flokkarnir sem studdu tillöguna voru Píratar og Samfylkingin. 41 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni, 13 greiddu atkvæði með henni og fimm þingmenn greiddu ekki atkvæði. Í frumvarpinu fellst að gerð verði sú breyting á stjórnarskránni að „þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi,“ eins og segir í frumvarpinu.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/daníel ágústssonSagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu Á meðal þeirra sem tók til máls var Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu. „Það sem þetta snýst um er að Sjálfstæðisflokkurinn fær hér fullnaðarsigur. Þeir neita að hleypa málinu í atkvæðagreiðslu þannig að við getum séð hver hinn raunverulegi vilji Alþingis er. Þeir eru tilbúnir aftur á móti til þess að hleypa hér í gegn bráðabirgðaákvæði til þess að börnin verði ekki send úr landi. Þeir eru samt á móti því máli en þeir voru tilbúnir til að hleypa því á dagskrá. Þeir eru aftur á móti líka tilbúnir ef að þetta mál fer hér til afgreiðslu að halda þinginu í gíslingu og hóta því að það mál verði ekki afgreitt ef þetta mál fer á dagskrá. Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og hræsni og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var líka ansi harðorður í ræðu sinni. Hann sagði að stjórnmálamenn mættu ekki halda breytingum á stjórnarskrá í gíslingu, ekki síst í ljósi þess að almenningur samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. „Ég neita að trúa því að menn mundu nota börn sem skiptimynt í deilum um þingstörf og þess vegna styð ég þessa dagskrártillögu. Það má ekki gerast að við hendum þessu máli inn í framtíðina.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/eyþórHvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og standa með þjóðinni. „Því ekki við þá hverjir? Því ef ekki núna þá hvenær?“ Forsætisráðherra tók til máls og minnti á að dagskrá þingfundarins væri niðurstaða samkomulags flokkanna komu sér saman um í gær. „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til þess að nota stöðu fólks í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í neinni stöðu til þess að ráða för í þinginu. Flokkurinn myndi styðja þá dagskrá sem var niðurstaðan úr viðræðum flokkanna. „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga sem hefði í raun og veru ekki verið góður upptaktur fyrir marga þingfundi hér á Alþingi næstu daga.“Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði umræðuna á þingi um tillögu til dagskrárbreytinga sýna hvaða flokkar væru framfaraflokkar og hvaða flokkar væru í fortíðinni.Bað þingmenn Pírata um að hætta að setja sig á háan hest Við atkvæðagreiðslu um málið tók Smári McCarthy, þingmaður Pírata, til máls. Hann sagðist að sjálfsögðu styðja breytingu um dagskrártillögu en sagði jafnframt að sér þætti afhjúpandi að nýr meirihluti hefði myndast á Alþingi varðandi þetta mál sem virtist standa gegn breytingum og gegn framtíðinni. „Þetta kemur mér svo sannarlega á óvart. Ég verð bara fyrir miklum vonbrigðum. En svona er þetta. Við erum núna allavega búin að sjá það hvar skilin liggja á milli framfaraflokka og fortíðarinnar,“ sagði Smári. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tók einnig til máls við atkvæðagreiðsluna og svaraði Smára fullum hálsi. Andrés studdi ekki tillöguna. Sagði hann atkvæðaskýringarnar sem komið hefðu fram, og þá sérstaklega frá þingmönnum Pírata, sýna að borin von væri að ræða þetta ef einhverri yfirvegun. „Hér erum við örugglega meirihluti þingmanna stuðningsmenn þess að fá nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Ég bið virðulega þingmenn Pírata að hætta að setja sig á háan hest og muna að við erum hér saman í þessu verkefni. Það hvort við náum inn breytingarákvæði núna eða ekki skiptir ekki máli ef við treystum þjóðinni til að kjósa okkur hér 28. október,“ sagði Andrés.
Alþingi Tengdar fréttir Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41
Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00