Hart tekist á við upphaf þingfundar: „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 14:45 Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Tillaga Pírata um að breytingar yrðu gerðar á dagskrá þingfundar í dag svo taka mætti fyrir frumvarp þeirra til stjórnarskipunarlaga er varðar breytingu á stjórnarskránni var felld við upphaf þingfundar í dag. Ansi hart var tekist á um tillöguna á Alþingi og létu nokkrir þingmenn þung orð falla. Einu flokkarnir sem studdu tillöguna voru Píratar og Samfylkingin. 41 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni, 13 greiddu atkvæði með henni og fimm þingmenn greiddu ekki atkvæði. Í frumvarpinu fellst að gerð verði sú breyting á stjórnarskránni að „þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi,“ eins og segir í frumvarpinu.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/daníel ágústssonSagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu Á meðal þeirra sem tók til máls var Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu. „Það sem þetta snýst um er að Sjálfstæðisflokkurinn fær hér fullnaðarsigur. Þeir neita að hleypa málinu í atkvæðagreiðslu þannig að við getum séð hver hinn raunverulegi vilji Alþingis er. Þeir eru tilbúnir aftur á móti til þess að hleypa hér í gegn bráðabirgðaákvæði til þess að börnin verði ekki send úr landi. Þeir eru samt á móti því máli en þeir voru tilbúnir til að hleypa því á dagskrá. Þeir eru aftur á móti líka tilbúnir ef að þetta mál fer hér til afgreiðslu að halda þinginu í gíslingu og hóta því að það mál verði ekki afgreitt ef þetta mál fer á dagskrá. Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og hræsni og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var líka ansi harðorður í ræðu sinni. Hann sagði að stjórnmálamenn mættu ekki halda breytingum á stjórnarskrá í gíslingu, ekki síst í ljósi þess að almenningur samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. „Ég neita að trúa því að menn mundu nota börn sem skiptimynt í deilum um þingstörf og þess vegna styð ég þessa dagskrártillögu. Það má ekki gerast að við hendum þessu máli inn í framtíðina.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/eyþórHvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og standa með þjóðinni. „Því ekki við þá hverjir? Því ef ekki núna þá hvenær?“ Forsætisráðherra tók til máls og minnti á að dagskrá þingfundarins væri niðurstaða samkomulags flokkanna komu sér saman um í gær. „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til þess að nota stöðu fólks í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í neinni stöðu til þess að ráða för í þinginu. Flokkurinn myndi styðja þá dagskrá sem var niðurstaðan úr viðræðum flokkanna. „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga sem hefði í raun og veru ekki verið góður upptaktur fyrir marga þingfundi hér á Alþingi næstu daga.“Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði umræðuna á þingi um tillögu til dagskrárbreytinga sýna hvaða flokkar væru framfaraflokkar og hvaða flokkar væru í fortíðinni.Bað þingmenn Pírata um að hætta að setja sig á háan hest Við atkvæðagreiðslu um málið tók Smári McCarthy, þingmaður Pírata, til máls. Hann sagðist að sjálfsögðu styðja breytingu um dagskrártillögu en sagði jafnframt að sér þætti afhjúpandi að nýr meirihluti hefði myndast á Alþingi varðandi þetta mál sem virtist standa gegn breytingum og gegn framtíðinni. „Þetta kemur mér svo sannarlega á óvart. Ég verð bara fyrir miklum vonbrigðum. En svona er þetta. Við erum núna allavega búin að sjá það hvar skilin liggja á milli framfaraflokka og fortíðarinnar,“ sagði Smári. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tók einnig til máls við atkvæðagreiðsluna og svaraði Smára fullum hálsi. Andrés studdi ekki tillöguna. Sagði hann atkvæðaskýringarnar sem komið hefðu fram, og þá sérstaklega frá þingmönnum Pírata, sýna að borin von væri að ræða þetta ef einhverri yfirvegun. „Hér erum við örugglega meirihluti þingmanna stuðningsmenn þess að fá nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Ég bið virðulega þingmenn Pírata að hætta að setja sig á háan hest og muna að við erum hér saman í þessu verkefni. Það hvort við náum inn breytingarákvæði núna eða ekki skiptir ekki máli ef við treystum þjóðinni til að kjósa okkur hér 28. október,“ sagði Andrés. Alþingi Tengdar fréttir Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Tillaga Pírata um að breytingar yrðu gerðar á dagskrá þingfundar í dag svo taka mætti fyrir frumvarp þeirra til stjórnarskipunarlaga er varðar breytingu á stjórnarskránni var felld við upphaf þingfundar í dag. Ansi hart var tekist á um tillöguna á Alþingi og létu nokkrir þingmenn þung orð falla. Einu flokkarnir sem studdu tillöguna voru Píratar og Samfylkingin. 41 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni, 13 greiddu atkvæði með henni og fimm þingmenn greiddu ekki atkvæði. Í frumvarpinu fellst að gerð verði sú breyting á stjórnarskránni að „þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi,“ eins og segir í frumvarpinu.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/daníel ágústssonSagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu Á meðal þeirra sem tók til máls var Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn fá fullnaðarsigur í málinu. „Það sem þetta snýst um er að Sjálfstæðisflokkurinn fær hér fullnaðarsigur. Þeir neita að hleypa málinu í atkvæðagreiðslu þannig að við getum séð hver hinn raunverulegi vilji Alþingis er. Þeir eru tilbúnir aftur á móti til þess að hleypa hér í gegn bráðabirgðaákvæði til þess að börnin verði ekki send úr landi. Þeir eru samt á móti því máli en þeir voru tilbúnir til að hleypa því á dagskrá. Þeir eru aftur á móti líka tilbúnir ef að þetta mál fer hér til afgreiðslu að halda þinginu í gíslingu og hóta því að það mál verði ekki afgreitt ef þetta mál fer á dagskrá. Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og hræsni og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var líka ansi harðorður í ræðu sinni. Hann sagði að stjórnmálamenn mættu ekki halda breytingum á stjórnarskrá í gíslingu, ekki síst í ljósi þess að almenningur samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. „Ég neita að trúa því að menn mundu nota börn sem skiptimynt í deilum um þingstörf og þess vegna styð ég þessa dagskrártillögu. Það má ekki gerast að við hendum þessu máli inn í framtíðina.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/eyþórHvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti þingmenn til að láta ekki undan „hótunum og tuddaskap“ Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og standa með þjóðinni. „Því ekki við þá hverjir? Því ef ekki núna þá hvenær?“ Forsætisráðherra tók til máls og minnti á að dagskrá þingfundarins væri niðurstaða samkomulags flokkanna komu sér saman um í gær. „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til þess að nota stöðu fólks í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í neinni stöðu til þess að ráða för í þinginu. Flokkurinn myndi styðja þá dagskrá sem var niðurstaðan úr viðræðum flokkanna. „Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga sem hefði í raun og veru ekki verið góður upptaktur fyrir marga þingfundi hér á Alþingi næstu daga.“Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði umræðuna á þingi um tillögu til dagskrárbreytinga sýna hvaða flokkar væru framfaraflokkar og hvaða flokkar væru í fortíðinni.Bað þingmenn Pírata um að hætta að setja sig á háan hest Við atkvæðagreiðslu um málið tók Smári McCarthy, þingmaður Pírata, til máls. Hann sagðist að sjálfsögðu styðja breytingu um dagskrártillögu en sagði jafnframt að sér þætti afhjúpandi að nýr meirihluti hefði myndast á Alþingi varðandi þetta mál sem virtist standa gegn breytingum og gegn framtíðinni. „Þetta kemur mér svo sannarlega á óvart. Ég verð bara fyrir miklum vonbrigðum. En svona er þetta. Við erum núna allavega búin að sjá það hvar skilin liggja á milli framfaraflokka og fortíðarinnar,“ sagði Smári. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tók einnig til máls við atkvæðagreiðsluna og svaraði Smára fullum hálsi. Andrés studdi ekki tillöguna. Sagði hann atkvæðaskýringarnar sem komið hefðu fram, og þá sérstaklega frá þingmönnum Pírata, sýna að borin von væri að ræða þetta ef einhverri yfirvegun. „Hér erum við örugglega meirihluti þingmanna stuðningsmenn þess að fá nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Ég bið virðulega þingmenn Pírata að hætta að setja sig á háan hest og muna að við erum hér saman í þessu verkefni. Það hvort við náum inn breytingarákvæði núna eða ekki skiptir ekki máli ef við treystum þjóðinni til að kjósa okkur hér 28. október,“ sagði Andrés.
Alþingi Tengdar fréttir Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41
Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar Þingfundur hefst klukkan 13:30. 26. september 2017 13:00