Umheimur á hröðu breytingaskeiði Guðmunda Smáradóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar