Lögmannsstofa Steinars fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 08:00 Steinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi Lindarhvols. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira