Vogunarsjóðurinn Attestor bætir við hlut sinn í Arion fyrir 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 06:30 Hlutafjártboð og skráning Arion frestast fram á næsta ár. vísir/anton brink Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira