Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. september 2017 06:45 Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Aðsend/Þorkell Þorkelsson Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53