Breyting á útlendingalögum gæti tryggt ganversku fjölskyldunni dvalarleyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 20:22 Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30