Willum: Unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 19:15 Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46
Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42