Ungur leikmaður Liverpool fórnarlamb kynþáttahaturs í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 10:00 Bobby Adekanye sést hér á ferðinni í leiknum umrædda. Vísir/Getty Liverpool hefur sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna þess að leikmaður liðsins varð fyrir kynþáttaníði í Moskvu á þriðjudaginn. Leikmaðurinn heitir Bobby Adekanye og er aðeins átján ára gamall. Hann var að spila með Liverpool í Meistaradeild yngri liði. Atvikið varð þegar Bobby Adekanye kom inná sem varamaður í seinni hálfleiknum. Hann mátti þola níðsöngva og ljótt látbragð um leið og hann kom inn í leikinn. Forráðamenn Liverpool urðu vitni að þessu og hafa sent inn kvörtun. Guardian segir frá. Bobby Adekanye er fæddur í Nígeríu árið 1999 en hann spilar aðallega sem hægri vængmaður. Hann hefur spilað fyrir hollensku unglingalandsliðin en ekki fyrir landslið Nígeríu. Leikurinn fór fram á undan leik aðalliða félaganna sem endaði með 1-1 jafntefli. Unglingalið Liverpool tapaði þessum leik 2-1 á móti Spartak Mosvku en Steven Gerrard er þjálfari liðsins og hafði stýrt strákunum til 4-0 sigurs á Sevilla í fyrsta leiknum í Meistaradeild yngri liða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp í Rússlandi en þetta er sérstaklega viðkvæmt núna af því að Rússar eru að fara að halda HM í fótbolta á næsta ári. Spartak Moskva fékk einnig á sig þrjár ákærur frá UEFA vegna framkvæmd aðalleiks liðanna. Stuðningsmenn Sparktak voru með flagg upp í stúku sem á stóð „UEFA mafía“, þá sprengdu þeir reyksprengjur eftir að Fernando kom liðinu í 1-0 í leiknum og þá mun UEFA skoða nánar níðsöngva stuðningsmannanna og hvort að stigagangar á leikvanginum hafi verið lokaðir. Stuðningsmenn Spartak höfðu einnig skapað vandræði á fyrsta leik liðsins sem var á útivelli á móti Maribor. Þá var félagið sektað um 60 þúsund pund, 8,6 milljónir íslenskra króna og stuðningsmenn þeirra settir í bann á næsta útileik í Meistaradeildinni sem verður á móti Sevilla. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Liverpool hefur sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna þess að leikmaður liðsins varð fyrir kynþáttaníði í Moskvu á þriðjudaginn. Leikmaðurinn heitir Bobby Adekanye og er aðeins átján ára gamall. Hann var að spila með Liverpool í Meistaradeild yngri liði. Atvikið varð þegar Bobby Adekanye kom inná sem varamaður í seinni hálfleiknum. Hann mátti þola níðsöngva og ljótt látbragð um leið og hann kom inn í leikinn. Forráðamenn Liverpool urðu vitni að þessu og hafa sent inn kvörtun. Guardian segir frá. Bobby Adekanye er fæddur í Nígeríu árið 1999 en hann spilar aðallega sem hægri vængmaður. Hann hefur spilað fyrir hollensku unglingalandsliðin en ekki fyrir landslið Nígeríu. Leikurinn fór fram á undan leik aðalliða félaganna sem endaði með 1-1 jafntefli. Unglingalið Liverpool tapaði þessum leik 2-1 á móti Spartak Mosvku en Steven Gerrard er þjálfari liðsins og hafði stýrt strákunum til 4-0 sigurs á Sevilla í fyrsta leiknum í Meistaradeild yngri liða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp í Rússlandi en þetta er sérstaklega viðkvæmt núna af því að Rússar eru að fara að halda HM í fótbolta á næsta ári. Spartak Moskva fékk einnig á sig þrjár ákærur frá UEFA vegna framkvæmd aðalleiks liðanna. Stuðningsmenn Sparktak voru með flagg upp í stúku sem á stóð „UEFA mafía“, þá sprengdu þeir reyksprengjur eftir að Fernando kom liðinu í 1-0 í leiknum og þá mun UEFA skoða nánar níðsöngva stuðningsmannanna og hvort að stigagangar á leikvanginum hafi verið lokaðir. Stuðningsmenn Spartak höfðu einnig skapað vandræði á fyrsta leik liðsins sem var á útivelli á móti Maribor. Þá var félagið sektað um 60 þúsund pund, 8,6 milljónir íslenskra króna og stuðningsmenn þeirra settir í bann á næsta útileik í Meistaradeildinni sem verður á móti Sevilla.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira