NBA-liðin verða hér eftir sektuð fyrir að hvíla leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 08:30 LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí. Vísir/Getty NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017 NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira