Handbolti

Ágúst: Sá þykki þolir ekki svona spennu í hverjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Jóhansson eða sá þykki eins og hann kallar sig sjálfur.
Ágúst Jóhansson eða sá þykki eins og hann kallar sig sjálfur. Vísir/Ernir
Valur vann í kvöld nauman sigur á Haukum, 25-24, í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna en Hlíðarendaliðið var með sex marka forystu eftir fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikur var frábær. Við spiluðum góða vörn og náðum að opna þær í nánast hverri sókn,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leikinn í kvöld.

„En við vorum slakar í síðari hálfleik og fórum líka illa að ráði okkar einum fleiri. Þess vegna kom þessi spenna í lokin en við héldum þetta sem betur fer út,“ bætti hann við.

Ágúst hrósaði liði sínu fyrir góða skapgerð og sterka liðsheild, en einnig fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik.

„Það var mjög góð holning á liðinu þá. Ég hefði reyndar viljað sjá betri markvörslu í leiknum öllum. Við gerðum margt gott en það er líka margt sem við þurfum að laga - sá þykki þolir ekki svona spennu í hverjum leik og þetta þarf því að vera betra,“ sagði kófsveittur en brosandi þjálfari Vals.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×